31.12.2008 | 04:48
10 mínótna tögn...
Kæru bloggvinir og adrir sem hingad inn koma langar mig ad segja tetta.LIlja Gudrún nafna mín og bloggvinkona er med svo flotta hugmynd sem mig langar ad vid öll tökum tátt í .Tó svo ég búi í útlandinu tá ætla ég ad taka tátt í tessu med ykkur kæru landar mínir og teir sem í kringum mig verda.
Hugmyndin er tessi
Velti því fyrir mér hve sterkt það væri ef við Íslendingar allir sem einn. - Tækjum okkur til og ..
Hættum að skjóta upp flugeldum 5 mínútum fyrir 12 á miðnætti þann 31. des. og byrjuðum ekki aftur fyrr en 5 mínútur yfir tólf, eða klukkan 24:05 þann 1. jan. 2009.
Ef við hefðum algera þögn frá 23:55 - 24:05 á gamlárskvöld, á meðan við kveðjum gamla árið og tökum á móti því nýja.
Og ef við notuðum þessa þögn til þess að halda höndum saman og senda hvert öðru strauma, og kraft okkar í milli, þjóð vorri og landi til heilla á komandi ári.
Við getum líka notað þessa þögn til að hugleiða saman það sem koma skal. - Og hvernig við viljum takast á við það.
Tölum svo saman og segjum hvert öðru hvernig við viljum sjá nýtt Ísland verða til, á nýju ári.
Takk fyrir tessa frábæru hugmynd Lilja Gudrún,ég hlakka til ad bera hana á bord til teirra sem ég verd med í kvöld.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Hér er það sjálfgefið að skjóta ekki upp fyrr en eftir miðnætti þar sem okkar hefð er að bjóða árið velkomið inn í stofu kl. 12 og skála í kampavíni.
GLEÐILEGT ÁR OG FARSÆLD 2009!
Ía Jóhannsdóttir, 31.12.2008 kl. 08:57
Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 31.12.2008 kl. 13:18
Kæri bloggvinur, ég óska þér gleðilegs nýs árs og þakka fyrir skemmtileg kynni á árinu megi nýja árið færa þér hamingju og gleði. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 31.12.2008 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.