18.6.2008 | 11:04
Flett í dagbókunum
Dagurinn í gær var fekar óvenjulegur tjódhátídardagur fyrir mér...Tetta er í fyrsta skipti eftir ad ég flutti til útlanda sem ég tek ekki einhvern tátt í deginum svosem med :Setja ísl. fánann útfyrir,Hringja í fólkid mitt og óska teim gledilegrar hátídar,elda gódann mat,hlusta á íslenska tónlist....Deginum í gær eiddi ég nefnilega í rúminu ,var slæm af ofnæminu mínu og var rekin af lækninum bara í rúmid í svona 2-3 daga.Er samt öll ad hressast núna og ætla adeins út í sólina.Hundarnir mínir sakna tess ad ég komi ekki út til teirra og knúsi svolítid.Eiginlega mikidTad er samt ótrúlega fyndid tetta med ofnæmid mitt er ég lá í rúminu í gær var ég ad fletta í dagbókinni minni sem ég helt daghvern eftir ad ég flutti hingad frá íslandi.Tessa dagbók hélt ég í næstum 3 ár tá var byrjad ad blogga í stadinn.En 17 júní fyrir 3 árum leit svona út hjá mér....
17 júní 2005
Vaknadi í nótt med mikkla verkji í fætinum...Dem ofnæmid ad láta á ser kræla...Fór á læknavaktina í morgunn og var sett beint á penslilín og turfti ad fá stífkrampasprautu ad auki.Skilabod:Liggja í rúminu í 3 daga med hátt undir fætinum.Ég var alein í útlandinu og átti ekki neitt í ískápnum hafdi alls ekki keypt neitt inn vegna tess ad vid Hrafnhildur vinkona mín sem býr í ödrum bæ ætludum ad hittast í Køben á íslendingadegi í Jónshúsi.Ég hringdi í vinkonuna sem kom keyrandi af vörmu spori med fullan poka af videospólum versladi í matinn fyrir mig og hafdi allt klárt svo ég tyrfti bara ad teija mig í veigarnar.Sá í lokal avisen íbúd til leigu en ég á ad fara út úr tessari eftir 2 vikur.Hringji á morgunn og fæ uppl. um hana.Hringdi í Liljar,mömmu og Sif systir allir hafa tad gott eru audvitad á leidinni út med börnin og skemmta sér. Ég setti íslenska fánan út í glugga svona til ad minna á tjódhátídardaginn .lagdi krossgátur hafdi samt ekki mikkla ró í mér vid tad .Horfdi á 3 bíómyndir og sofnadi út frá sjónvarpinu.
Núna 3 árum sídar sama ofnæmid nema er med tjónustu heimavid og enginn pirringur í gangi.
Eigid gódann dag kæru bloggvinir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Æ,æ en leiðinlegt að heyra. En gott að hafa einhvern við hendina þegar svona stendur á. Farðu nú vel með þig eins og allir koma til með að segja hér hehehe og taktu það bara rólega næstu daga Guðrún mín.
Kveðja héðan úr sveitinni inn í góðan dag.
Ía Jóhannsdóttir, 18.6.2008 kl. 11:22
Takk Ía mín .Ætla bara ad liggja og láta dekra vid mig.....
Gudrún Hauksdótttir, 18.6.2008 kl. 11:28
Kannski ertu bara með ofnæmi fyrir 17. júní Gurra mín??? Nei, nei, bara smá grín og það er örugglega ekki gott að vera með svona svæsið ofnæmi.
Farðu vel með þig kæra Gurra og láttu þér batna
Sigrún Jónsdóttir, 18.6.2008 kl. 12:05
Hver veit ..Kannski.Tad má alveg grínast med tetta geri tad sjálf
takk fyrir góda kvedju Sigrún mín,gott ad lesa tær svona í rúminu...
Knús á tig.
Gudrún Hauksdótttir, 18.6.2008 kl. 12:14
Farðu nú vel með þig vina mín, þetta er ekkert grín, enda veit ég að þú veist það. Dóra mín er með svona ofnæmi sem poppar upp annað slagið, og svo slæmt getur það orðið að henni er skipað í rúmið.
Knús til þín skjóðan mín.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.6.2008 kl. 14:29
ohhhh helv... ofnæmið. Enn það er gott þú getur hvílt þig
Svo gaman að lesa svona dagbækur aftur í tímann, maður á eiginlega að vera duglegri að halda svona- enn bloggin svosem eru eiginlega dagbækur
knús
Dagrún (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 20:58
Ef þú ert með gróðurofnæmi þá kann ég gott ráð, í það minnsta hjálpaði það mínum manni sem komst ekki út úr húsi þegar hann var sem verstur og það voru margar ferðir farnar á slysadeildina en þá var hann það slæmur að hann sá ekki út úr augum og átti erfitt með að anda. En málið er að fyrir 2 árum fengum við tæki sem heitir nesipytt, maður setur í það volgt vatn og ákveðið magn af salti svo er vatninu helt í aðra nösina og það á að renna út í gegnum hina, með því að gera þetta skolar maður út frjóinu þannig að það nær ekki að vekja upp ofnæmi. Þú gætir ath hvort þetta fæst í heilsubúðum þar sem þú býrð, ég fékk mitt í Finnlandi hef ekki rekist á þetta á Íslandi...
svo ertu kannski ekki með gróðurofnæmi og ég búin að skrifa þennan svaka pistil....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 19.6.2008 kl. 21:00
Farðu vel með þig mín kæra og til hamingju með daginn.
Linda litla, 19.6.2008 kl. 21:48
bataóskir til þín
Hólmdís Hjartardóttir, 19.6.2008 kl. 22:26
hvurslags hvurslags - góðan bata og ég get sent þér vöffludeig ef þig langar hehehehehehe Vona að þú lagist af þessum leiðindum
knús kveðjur
Sigríður Guðnadóttir, 19.6.2008 kl. 22:43
Hrafnhildur:Takk fyrir ,Ég er med frjóofnæmi ,en tad sem truflar mig núna er ofnæmi á fótum sem ég sennilega fekk vegna tess ad ég var í TÆ-TÌ berfætt og tad var nóg til ad gera mér tennann óleik.Gott ad fá gód rád.Turfti ad fá sprautu í fyrradag svo slæmt vard tetta.Ætla samt ad ath. tetta med Nesipytt.Tusund,tusund,tak.
Stórt knús til tín.
Gudrún Hauksdótttir, 20.6.2008 kl. 04:39
Linda og Hólmdís takk mínar kæru fyrir kvedjuna.Og sömuleidis til hamingju med gærdaginn.
Sigrídur G:Takka tér fyrir ,en kannski get ég nú bara skellt í vöfflur einn daginntakka gódar kvedjur.
Stórt knús til ykkar
Gudrún Hauksdótttir, 20.6.2008 kl. 04:42
Hæ var að koma heim úr fríi, var fyrst á Spáni og Frakklandi og fór svo beint vestur á Súðavík, var þar í viku. En hér kemur netfangið:) yr@lagafellsskoli.is
Knús Ýr
Ýr (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 21:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.