Heilsuvika í Jyderup

Heilsuvika í Jyderup
Dönsk náttúruperla í sumarskrúða!

Í danska bænum Jyderup á Sjálandi er að finna notalegt, íslenskt gistihús þar sem boðið verður upp á ánægjulega vikudvöl með hollu ívafi í sumar. Gistihúsið er staðsett í sannkallaðri náttúruparadís í skógarjaðrinum rétt við fallegt stöðuvatn. Jyderup er smábær með langa sögu, en hann er staðsettur á norðvesturhluta Sjálands, mitt á milli Kalundborgar og Holbæk.Lögð verður áhersla á hollt, gómsætt og grænt mataræði, heilsusamlega hreyfingu og jákvætt og hlýlegt umhverfi!■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□

Í boði verða:▪

Gönguferðir
▪ Hjólaferðir í skóginum
▪ Fyrirlestrar um  hreyfingu og hollt matarædi
▪ Djúpnudd með yndislegum olíum (greidist sér)
▪ Aðstaða til líkamsræktar
▪ Fullt fæði
▪ Fallegur garður til útiveru

Um vikudvöl er að ræða og er bæði tekið á móti hópum og einstaklingum (max 14 manns). Fyrsta vikudvölin hefst þann 23. júní, en í bodi verda nokkrar vikur í sumar

 Næstu vikur eru frá 2 júlí ,frá 11 júlí,frá 20 júlí og  frá 29 júlí.

Áhugasamir hafi  samband við Guðrúnu í gegnum tölvupóst eða síma:
gudanm@hotmail.com  -  (0045) 5920-8961 / (0045) 4019-7519.
Þá er hægt að skoða heimasíðu gistiheimilisins ,Hyggestuen

.Heildarverd : 69.900 krónur

  Athugið: Ekki er um megrunarferð að ræða, heldur ljúfa dvöl með hollu ívafi í mat, drykk, hreyfingu og jákvæðum straumum. Tilgangurinn er að njóta lífsins í hópi skemmtilegs fólks!

■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□■□  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

oh! mikið væri gaman að geta skroppið eina viku til þín, dauðlangar til DK í sumar en kemst engan vegin því miður :(  hefði helst viljað komast í mánaðardöl hjá dóttlunni minni sem býr rétt hjá Glesborg en því er ekki að heilsa í ár.

Vona að þú fyllir þessar vikur snarlega elskan, gangi þér vel 

Guðrún Jóhannesdóttir, 10.6.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Gangi þér vel með þetta flotta framtak.  Væri alveg til í viku eða svo en er ekki á leiðinni norður á boginn í bráð.

Hlýjar kveðjur frá Prag.

Ía Jóhannsdóttir, 10.6.2009 kl. 10:32

3 identicon

spennandi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 10:34

4 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

´Nafna mín Takk fyrir .Veit ad tú átt eftir ad koma og einnig ad njóta med dóttir tinni í Glesborg.´

Já vonum ad vid fáum gód vidbrögd.

KNús

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2009 kl. 10:37

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ía mín takk tú kemur sídar tegar tú átt leid.

 Birna mín ,tetta er voda sepennandi og skemmtilegt.

kvedja til ykkar.

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2009 kl. 10:38

6 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið rosalega væri gaman að koma til þín, þetta líst mér vel á

Jónína Dúadóttir, 10.6.2009 kl. 11:24

7 identicon

Sæl Guðrún mín!

Mér finnst þetta hljóma bara ofboðslega girnilega og spennandi hjá þér. Allavega þegar ég las þetta, þá óskaði ég þess að geta komið þarna og dvalið í viku, með minn heittelskaða með mér. En því miður leyfir fjárhagur heimilisins það ekki - ef til vill seinna.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 11:27

8 identicon

Glæsilegt hjá þér - til hamingju með þetta.

Kveðja,

Freyja.

Freyja Gísladóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 11:44

9 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Flott hjá þér, en ég er svolítið hrædd um að markaðurinn  sé ekki hér á landi vegna efnahagshruns en Svíþjóð og Þýskaland eru í næsta nágrenni og lönd koll af kolli allt um kring og kostar ekki offjár að koma til þín þaðan. En gangi þér vel ljúfan mín, frábært framtak hjá ykkur.

Knús og stórt faðmlag til þín frá fróni

Sigríður B Svavarsdóttir, 10.6.2009 kl. 11:51

10 identicon

Þetta er ekkert smá spennandi Guðrún mín. Verð að láta mig dreyma fyrst um sinn, vonandi koma tímar og koma ráð.

Gangi þér rosalega vel með þetta ég hef trú á þessu hjá þér kæra vinkona.

Knús og kram til þín

Ragna (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:22

11 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Jónína mín.Mér finnst bara svo mikilvægt ad geta komid í rólegheit og slaka á .Borda gódann mat en taka smá á tví med göngum.

Vonandi sé ég til á Heilsuvikunni:)

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2009 kl. 12:47

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ásdís, Freyja,Sigrídur ,og Ragna.

Tid verdid kannski hérna í huganum .Tó enntá betra væri fyrir sálina og kroppinn ad vera á stadnum.

Hjartanskvedjur til ykkar allra :)

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2009 kl. 12:49

13 Smámynd: María Guðmundsdóttir

thetta er frábært framtak hjá thér Gudrún  vonandi gengur thetta bara vel hjá thér og fyllist á nótæm.

knús og kram hédan

María Guðmundsdóttir, 10.6.2009 kl. 13:04

14 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk Maja mín.

Er svo ánægd med tetta og held tetta sé svo gott fyrir alla.Ekki of mikid og ekki of lítid í bodi.

Knús.

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2009 kl. 13:48

15 Smámynd: www.zordis.com

Glæsilegt framtak! Það fyllist örugglega hjá þér, enginn vafi! Væri alveg til í gott nudd!!!

www.zordis.com, 10.6.2009 kl. 15:09

16 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Zordís mín Tad ætla ég ad vona.Er bara svo glöd med ad hafa sett tetta í gang .Tad er alltaf fólk sem hefur törf fyrir ad dekra adeins vid sig og lætur tad eftir sér.Held ad margir hafi bara svo mikkla törf fyrir ad ná í fegurd fyrir sálina:)

Knús til tín elskuleg.

Gudrún Hauksdótttir, 10.6.2009 kl. 15:51

17 identicon

Gott að vita af þessu Guðrún mín ..  Ef ég slæðist til Danmerkur kem ég við hjá þér.

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 16:47

18 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

hljómar yndislega ! gangi þér vel með þetta fallega projekt !

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.6.2009 kl. 19:09

19 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Gott að vita af þessu.Flott framtak bloggvina.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 10.6.2009 kl. 19:41

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega hljomar þett spennandi, vildi að ég gæti komið, kannski vinn ég í lottó og þá skelli ég mér. Gangi þer vel með þetta elsku vinkona.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.6.2009 kl. 21:42

21 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Oh þetta er æðislegt hjá ykkur vinkona,mikið væri ég til í að koma í viku þetta hljómar svo vel og einhvernvegin veit ég að þú gerir allt 150 prósent,ef ég á einhvertíma eftir að komast til Danaveldis,þaðan sem maðurinn minn er ættaður,þá kem ég við hjá þérgangi þér vel elskan og eigðu gott sumar

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 10.6.2009 kl. 22:31

22 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir gódar kvedjur kæru bloggvinkonur mínar.

Bestu kvedjur til ykkar

Gudrún Hauksdótttir, 11.6.2009 kl. 11:10

23 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Glæsilegt hjá þér Guðrún. Því miður gefst ekki tími í þetta í sumar en hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 11.6.2009 kl. 19:34

24 Smámynd: Heiður Helgadóttir

Því miður hef ég ekki tíma til þess að taka heilsuviku hjá þér, en þetta er örugglega meiri háttar. Og vona ég að það verði fullt hjá ykkur í allt sumar.

Heiður Helgadóttir, 12.6.2009 kl. 08:07

25 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Takk fyrir bádar tvær.Ingibjörg og Heidur.

Svo í haust verdur tad danmörk og svítjód sem taka tátt.

Kvedja til ykkar.

Gudrún Hauksdótttir, 12.6.2009 kl. 08:21

26 Smámynd:

Flott framtak hjá þér Guðrún og vonandi að þú fáir sem allra flesta í heimsókn til þín. Verst að nú er sultarólin mín komin í innsta gatið og ekki þorir maður fyrir sitt litla líf að opna budduna fyrir neitt nema mjólk og brauð þessa dagana því búið er að spá versnandi horfum með haustinu. Fer því ekki út fyrir landsteina þetta árið. En ég ætla þó að leyfa mér að borða mitt brauð og mína mjólk í sumarbústað í næstu viku  Það verður allt sumarfríið þetta árið

, 12.6.2009 kl. 21:53

27 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Yndislegt hefði verið að geta dvalið hjá þér og notið als þess sem þar er í boði, en ég hef ekki tækifæri á því að sinni. Er viss um að allt fyllist hjá þér. Gangi þér vel með þetta góða framtak. Kv.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 13.6.2009 kl. 16:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband